Þjálfun fyrir starfsfólkið þitt

Elite Þjálfun býður fyrirtækjum upp á að setja upp tíma fyrir starfsfólk í aðstöðu okkar í Tónahvarfi 3. Starfsfólk getur þá komið og fengið góða æfingu undir handleiðslu þjálfara og mætt ferskt aftur til vinnu eftir á.

Búningsklefar eru til staðar fyrir fólk að skipta af sér og fara í sturtu.

Rannsóknir sýna fram á að þegar fólk tekur sér pásu frá vinnu til að stunda líkamsrækt, aukast afköstin og framtakssemin við vinnu eftir á. Þar að auki hafa þær sýnt fram á aukna ánægju starfsfólks á vinnustaðnum.
Þess vegna er skynsamlegt fyrir fyrirtæki að bjóða starfsfólki upp á að skjótast á æfingu í grennd við vinnustaðinn að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku.

Hafðu samband ef þú vilt koma upp tímum fyrir þitt starfsfólk.

elitethjalfun@gmail.com

Sendu á okkur línu

Ef þú vilt fá enn frekari upplýsingar endilega sendu á okkur línu
og teymi Elite Þjálfunar mun svarar þér eins fljótt og mögulegt er.
elitethjalfun@gmail.com